Myndin verður frumsýnd vestan hafs 28. mars næstkomandi og leikur Russell Crowe sjálfan Noah sem byggir sér örk.
Stór hluti af kvikmyndinni var tekinn hér á landi sumarið 2012, en í öðrum burðarhlutverkum eru Jennifer Connelly, Emma Watson og Anthony Hopkins. Auk þeirra léku Íslendingarnir Jóhannes Haukur Jóhannesson, Arnar Dan Kristjánsson, Bjarni Kristjánsson og Tómas Þórhallur Guðmundsson lítil hlutverk í myndinni.