Ban Ki-moon mætir til Sotsjí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:00 Ban Ki-moon og Barack Obama lyfta glösum. Vísir/Getty Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira