Leikarinn Zac Efron fær hugsanlega hlutverk í nýju Star Wars myndinni, Star Wars: Episode VII.
„Já, ég fór og hitti aðstandendur myndarinnar. En ég veit það ekki. Það yrði svalt. Ég elska Star Wars-myndirnar. Ég elska þær en...hver veit?“ segir Zac í samtali við MTV.
Myndin verður sú fyrsta í nýjum þríleik og mun að mestu fjalla um hinar goðsagnakenndu persónur Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Han Solo. Hún verður frumsýnd 18. desember á næsta ári.
