Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson kláruðu báðir fyrri ferðina í stórsvigskeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.
Einar Kristinn kom í mark í 63. sæti en hann fór brautina á 1:32.90 mínútum eða 11.82 sekúndum á eftir Bandaríkjamanninum Ted Ligety sem náði bestum tíma allra.
Brynjar Jökull var 0.68 sekúndum á eftir Einari og er í 65. sætinu eftir fyrri ferðina. Brynjar Jökull var næstum því búinn að skíða út úr brautinni en stóð það af sér og kláraði.
Svo skemmtilega vildi til að íslensku strákarnir voru með nákvæmlega sama þriðja millitíma í brautinni (1:06.11 mínútur) en Einar Kristinn náði að klára sína ferð aðeins betur. Brynjar Jökull var á undan Einari í fyrri hluta brautarinnar.
Það er hægt að sjá myndband með ferðum íslensku strákanna hér fyrir ofan.
Einar 0,68 sekúndum á undan Brynjari | Myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
