Þoka hefur legið yfir keppnissvæðinu í Sotsjí og hún er ekkert á því að fara þótt að það sé kominn miður dagur.
Stjórnendur snjóbrettaatsins hafa verið að kanna aðstæður í allan morgun í von um að aðstæður myndu batna en urðu svo á endanum að fresta keppninni um einn dag. Skyggnið er ágætt í markinu og upp í miðja braut en upp á toppnum sést ekki neitt. Þeir telja sig því ekki getað tryggt öryggi keppenda.
„Þannig fór um fyrstu lýsinguna mína á Vetrarólympíuleikunum," sagði Guðmundur Benediktsson þegar ljóst var að ekkert yrði af keppninni en hann lofaði að mæta aftur á morgun þegar keppnin fer vonandi fram.
Keppni í skíðaskotfimi karla hefur nú verið frestað annan daginn í röð en keppnin átti fyrst að fara fram í gær. Konurnar eiga að keppa seinna í dag og það er ekki búið að útiloka að sú keppni geti farið fram.


