Ákærðir fyrir umboðssvik Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:43 Þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik SAMSETT/VILHELM/ANTON/STEFÁN/GVA Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Stím málið Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni.
Stím málið Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira