Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 30-27 | ÍBV tók annað sætið af Val Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 16. febrúar 2014 00:01 Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið. Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið.
Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira