Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 24-23 | Aftur tryggði Sturla sigurinn af vítalínunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Austurbergi skrifar 13. febrúar 2014 09:51 Sturla Ásgeirsson tryggði ÍR tvö mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Það gerði hann með marki úr vítakasti rétt áður en leiktíminn rann út. Sturla gerði slíkt hið sama gegn FH í síðustu umferð og sá til þess að ÍR á enn góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina í vor. Fram og ÍR eru nú jöfn að stigum en Fram heldur fjórða sætinu á markatölu. En eftir sigur Akureyringa á FH í kvöld er nú ljóst að það er afar spennandi barátta fram undan um efstu fjögur sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust Framarar, sem skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu fjórtán mínútum leiksins, nokkuð slegnir út af laginu. Það gekk betur hjá gestunum eftir því sem leið á leikinn en ÍR-ingar héldu samt undirtökunum. Framarar máttu í raun þakka fyrir að vera ekki meira en þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik en staðan var 12-9 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Það var svo allt annað að sjá til þeirra bláklæddu í seinni hálfleik sem komu af miklum krafti inn í leikinn og voru ekki nema rúmar fjórar mínútur að jafna metin. ÍR-ingar létu þó ekki slá sig algjörlega út af laginu en síðustu 25 mínútur leiksins var jafnt á öllum tölum og áttu spennan eftir að aukast eftir því sem leið á. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð mistækur eftir því sem taugaspennan jókst en ÍR-ingum tókst að halda frumkvæðinu síðustu tíu mínúturnar með ágætum varnarleik og góðri frammistöðu Kristófers Fannars Guðmundssonar, markvarðar ÍR, sem skilaði flottum tölum þær mínútur sem hann spilaði. Framarar fengu þó sín tækifæri og fóru til að mynda illa að ráði sínu þegar staðan var jöfn, 22-22, og tæpar tvær mínútur voru eftir. Þeir töpuðu þá boltanum í sókn og var þeim refsað með hraðaupphlaupsmarki um leið. Fram náði að vísu að jafna metin en ÍR fékk þá tækifæri til að tryggja sér sigurinn úr lokasókninni sem og gekk eftir.Björgvin Hólmgeirsson átti mjög góðan leik fyrir ÍR-inga í kvöld og fór fyrir sóknarleik sinna manna. Máni Gestsson nýtti einnig sín færi vel og þá steig Sturla upp á ögurstundu. Hornamaðurinn Ólafur Jóhann Magnússon sýndi mögnuð tilþrif í liði Fram á köflum og þá átti Sigurður Örn Þorsteinsson ágætan síðari hálfleik.Guðlaugur: Köstuðum þessu frá okkur „Ég er mjög svekktur að hafa ekki náð að minnast kosti stigi hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn ÍR. „Við fengum á okkur of auðveld mörk síðustu tíu mínúturnar og þá voru síðustu þrjár sóknirnar hjá okkur ekki nógu markvissar. Við misstum boltann klaufalega og þar köstuðum við þessu frá okkur,“ bætti Guðlaugur við. „Svona er þetta stundum, sérstaklega þegar það er mikil taugaspenna í lokin.“ Hann segir spennandi lokasprett fram undan í deildinni, fram að úrslitakeppninni í vor. „Deildin er jöfn og skemmtileg - Akureyri vann til dæmis í kvöld og er stutt í að þeir geti blandað sér í pakkann. Þetta verður spennandi allt til enda.“Bjarki: Við viljum fara alla leiðBjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, var vitaskuld hæstánægður með sigurinn en þetta var í annað skiptið í röð sem ÍR-ingar tryggja sér sigur með marki af vítalínunni á lokasekúndunum. „Það væri frábært að vinna hvern leik svona því þá værum við langefstir í deildinni,“ sagði hann í léttum dúr. Bjarki segir að leikurinn hafi þróast eins og hann átti von á. „Framarar eru með sterkt lið - með unga stráka sem vilja ná langt og vilja sanna sig. En mér fannst við samt halda rónni þó svo að þeir hefðu náð að koma til baka og hleypa spennu í leikinn.“ Hann segir að sínir menn hefðu getað farið inn í seinni hálfleikinn með stærri forystu en þeir gerðu. Framarar nýttu sér það og voru fljótir að jafna metin. „Þá fannst mér eins og að menn hafi dottið niður á hælana. Þeir voru að ná yfirtölu á okkur og fundu oft þannig pláss á milli manna eða þá að opna hornið. Það boðar ekkert gott,“ bætti Bjarki við. „En mér fannst engu að síður sterkt hjá okkur að ná að eiga síðustu sókn leiksins og við spiluðum vel út úr henni, sem var mjög gott.“ Bjarki segir að þetta hafi verið úrslitaleikur fyrir ÍR-inga, rétt eins og allir leikir verða fram að úrslitakeppni. „Við viljum sýna að við séum þess verðugir að vera í úrslitakeppninni og til þess þarftu að vinna leiki. Það þýðir ekkert að lenda í fimmta sæti og vera ánægður með það - við viljum ná lengra og fara alla leið.“Sturla: Allir geta unnið alla Annan leikinn í röð var Sturla Ásgeirsson hetja ÍR en hann tryggði sínum mönnum eins marks sigur á Fram með marki úr vítakasti á lokasekúndum leiksins. „Ég gæti vanist þessu enda gaman að klára leiki svona. En auðvitað væri betra að vinna með stærri mun. Hefðum við unnið með 4-5 marka mun hefðum við náð fjórða sætinu af Frömurum. Það hefði gefið fleiri heimaleiki í síðustu umferðinni,“ sagði Sturla. „En við erum sáttir við stigin tvö.“ ÍR vann Selfoss í bikarnum á mánudaginn og Sturla segir að ef til vill hafi leikmenn verið örlítið þreyttir í kvöld. „Við ætluðum ekki að leyfa Fram að keyra upp hraðann enda mikið hraðaupphlaupslið. Mér fannst við hafa ágæta stjórn á leiknum þó svo að þetta hafi verið tvísýnt á kafla.“ Hann segir að flest lið eigi möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina í vor. „Þetta snýst fyrst og fremst um að vinna heimaleikina og ná kannski einum til viðbótar. Þá ættu menn að vera inni. Haukarnir hafa sýnt mesta stöðugleikann í deildinni en ég tel að allir geti unnið alla - líka Haukana.“ Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Sturla Ásgeirsson tryggði ÍR tvö mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Það gerði hann með marki úr vítakasti rétt áður en leiktíminn rann út. Sturla gerði slíkt hið sama gegn FH í síðustu umferð og sá til þess að ÍR á enn góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina í vor. Fram og ÍR eru nú jöfn að stigum en Fram heldur fjórða sætinu á markatölu. En eftir sigur Akureyringa á FH í kvöld er nú ljóst að það er afar spennandi barátta fram undan um efstu fjögur sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust Framarar, sem skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu fjórtán mínútum leiksins, nokkuð slegnir út af laginu. Það gekk betur hjá gestunum eftir því sem leið á leikinn en ÍR-ingar héldu samt undirtökunum. Framarar máttu í raun þakka fyrir að vera ekki meira en þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik en staðan var 12-9 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Það var svo allt annað að sjá til þeirra bláklæddu í seinni hálfleik sem komu af miklum krafti inn í leikinn og voru ekki nema rúmar fjórar mínútur að jafna metin. ÍR-ingar létu þó ekki slá sig algjörlega út af laginu en síðustu 25 mínútur leiksins var jafnt á öllum tölum og áttu spennan eftir að aukast eftir því sem leið á. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð mistækur eftir því sem taugaspennan jókst en ÍR-ingum tókst að halda frumkvæðinu síðustu tíu mínúturnar með ágætum varnarleik og góðri frammistöðu Kristófers Fannars Guðmundssonar, markvarðar ÍR, sem skilaði flottum tölum þær mínútur sem hann spilaði. Framarar fengu þó sín tækifæri og fóru til að mynda illa að ráði sínu þegar staðan var jöfn, 22-22, og tæpar tvær mínútur voru eftir. Þeir töpuðu þá boltanum í sókn og var þeim refsað með hraðaupphlaupsmarki um leið. Fram náði að vísu að jafna metin en ÍR fékk þá tækifæri til að tryggja sér sigurinn úr lokasókninni sem og gekk eftir.Björgvin Hólmgeirsson átti mjög góðan leik fyrir ÍR-inga í kvöld og fór fyrir sóknarleik sinna manna. Máni Gestsson nýtti einnig sín færi vel og þá steig Sturla upp á ögurstundu. Hornamaðurinn Ólafur Jóhann Magnússon sýndi mögnuð tilþrif í liði Fram á köflum og þá átti Sigurður Örn Þorsteinsson ágætan síðari hálfleik.Guðlaugur: Köstuðum þessu frá okkur „Ég er mjög svekktur að hafa ekki náð að minnast kosti stigi hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn ÍR. „Við fengum á okkur of auðveld mörk síðustu tíu mínúturnar og þá voru síðustu þrjár sóknirnar hjá okkur ekki nógu markvissar. Við misstum boltann klaufalega og þar köstuðum við þessu frá okkur,“ bætti Guðlaugur við. „Svona er þetta stundum, sérstaklega þegar það er mikil taugaspenna í lokin.“ Hann segir spennandi lokasprett fram undan í deildinni, fram að úrslitakeppninni í vor. „Deildin er jöfn og skemmtileg - Akureyri vann til dæmis í kvöld og er stutt í að þeir geti blandað sér í pakkann. Þetta verður spennandi allt til enda.“Bjarki: Við viljum fara alla leiðBjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, var vitaskuld hæstánægður með sigurinn en þetta var í annað skiptið í röð sem ÍR-ingar tryggja sér sigur með marki af vítalínunni á lokasekúndunum. „Það væri frábært að vinna hvern leik svona því þá værum við langefstir í deildinni,“ sagði hann í léttum dúr. Bjarki segir að leikurinn hafi þróast eins og hann átti von á. „Framarar eru með sterkt lið - með unga stráka sem vilja ná langt og vilja sanna sig. En mér fannst við samt halda rónni þó svo að þeir hefðu náð að koma til baka og hleypa spennu í leikinn.“ Hann segir að sínir menn hefðu getað farið inn í seinni hálfleikinn með stærri forystu en þeir gerðu. Framarar nýttu sér það og voru fljótir að jafna metin. „Þá fannst mér eins og að menn hafi dottið niður á hælana. Þeir voru að ná yfirtölu á okkur og fundu oft þannig pláss á milli manna eða þá að opna hornið. Það boðar ekkert gott,“ bætti Bjarki við. „En mér fannst engu að síður sterkt hjá okkur að ná að eiga síðustu sókn leiksins og við spiluðum vel út úr henni, sem var mjög gott.“ Bjarki segir að þetta hafi verið úrslitaleikur fyrir ÍR-inga, rétt eins og allir leikir verða fram að úrslitakeppni. „Við viljum sýna að við séum þess verðugir að vera í úrslitakeppninni og til þess þarftu að vinna leiki. Það þýðir ekkert að lenda í fimmta sæti og vera ánægður með það - við viljum ná lengra og fara alla leið.“Sturla: Allir geta unnið alla Annan leikinn í röð var Sturla Ásgeirsson hetja ÍR en hann tryggði sínum mönnum eins marks sigur á Fram með marki úr vítakasti á lokasekúndum leiksins. „Ég gæti vanist þessu enda gaman að klára leiki svona. En auðvitað væri betra að vinna með stærri mun. Hefðum við unnið með 4-5 marka mun hefðum við náð fjórða sætinu af Frömurum. Það hefði gefið fleiri heimaleiki í síðustu umferðinni,“ sagði Sturla. „En við erum sáttir við stigin tvö.“ ÍR vann Selfoss í bikarnum á mánudaginn og Sturla segir að ef til vill hafi leikmenn verið örlítið þreyttir í kvöld. „Við ætluðum ekki að leyfa Fram að keyra upp hraðann enda mikið hraðaupphlaupslið. Mér fannst við hafa ágæta stjórn á leiknum þó svo að þetta hafi verið tvísýnt á kafla.“ Hann segir að flest lið eigi möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina í vor. „Þetta snýst fyrst og fremst um að vinna heimaleikina og ná kannski einum til viðbótar. Þá ættu menn að vera inni. Haukarnir hafa sýnt mesta stöðugleikann í deildinni en ég tel að allir geti unnið alla - líka Haukana.“
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira