Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 16-22 | Auðvelt hjá Haukum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. febrúar 2014 09:48 Haukar unnu þægilegan sigur á HK 22-16 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. HK skoraði ekki fyrr en eftir 19 mínútna leik og var leikurinn fyrir vikið aldrei spennandi. HK kom inn í leikinn eins og lið sem hafði tapað síðasta leik með 30 marka mun, með ekkert sjálfstraust. Haukar gátu skorað að vild fyrstu mínúturnar og HK fékk eitt gott færi fyrstu tíu mínútur leiksins og það varði Einar Ólafur Vilmundarson í marki Hauka en hann varði átta fyrstu skot HK í leiknum. HK skoraði ekki fyrr en rétt tæpar 19 mínútur voru liðnar af leiknum þá höfðu Haukar skorað 9 mörk og úrslitin virtust ráðin. Það var þó ekki svo því Haukar gáfu eftir. Enginn hraði var í leik liðsins og fylltust leikmenn værukærð því auðvelt var verkefnið. Sjálfstraustið jókst hjá HK og liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk áður en Haukar juku forskotið í fimm mörk fyrir hálfleik, 12-7. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var átakanlega lélegur hjá báðum liðum. Haukar héldu HK þó í þægilegri fjarlægð og leikurinn náði aldrei að verða spennandi þó mundurinn færi aldrei í tveggja stafa tölu. Frábær byrjun Hauka gerði út um leikinn og drap um leið allt skemmtanagildi hans. Haukar landaði öruggum sigri en HK getur tekið það með sér að hafa bjargað stór tapi. Haukar hafa nú leikið tíu leiki án taps og eru í lang efsta sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni. HK er lang neðst og svo gott sem fallið. Patrekur: Það kom slaki í þetta„Ég var mjög ánægður með 5-1 vörnina hjá okkur fyrstu 15 mínúturnar. Menn voru rosalega einbeittir og vissu að leikmenn HK voru særðir eftir síðasta leik,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vinnslan var góð en þegar við vorum komnir í 9-0 kom einhver slaki sem maður vonaði að kæmi ekki. Síðustu tíu í fyrri hálfleik voru ekkert sérstakar hjá okkur. „Markvarslan var fín fyrir utan sendingarnar hjá honum fram. Einar Ólafur stóð sig vel. Svo leyfði ég mörgum að spila og það voru á tímabili þrír strákar úr öðrum flokki inn á og það er gott fyrir þá að fá að spila. Þeir mega gera mistök ef þeir eru 100% í því. Það var gott að geta notað hópinn. „Við erum í efsta sæti og þeir í neðsta sæti en samt getur allt gerst í þessu. Þeir gerðu jafntefli við FH hér á heimavelli og við vissum það alveg en ég held að byrjunin á leiknum hafi hjálpað okkur mjög mikið en með fullri virðingu fyrir HK þá horfi ég fyrst og fremst á okkur. „Sóknarleikurinn var ekki góður í dag og við komumst upp með það,“ sagði Patrekur sem vildi lítið velta góðri stöðu Hauka í töflunni fyrir sér. „Eins og ég lít á þetta þá krefst ég þess að næsta æfing sé betri og maður sé alltaf að bæta sig. Ég er líka með viljuga stráka í höndunum sem vilja alltaf bæta sig. Við erum að leggja mikið á okkur og horfum á okkur sjálfa.“ Samúel Ívar: Létti á strákunum við fyrsta markið„Síðasti leikur var skellur og það hefur bitið aðeins á en við unnum úr því eins og við gátum. Það er súrt að skora ekki fyrr en á 19. mínútu og þá er staðan orðin 9-0. Eftir það er þetta nokkuð gott hjá okkur,“ sagði Samúel Ívar Árnason þjálfari HK. „Við getum tekið ýmislegt með okkur út úr leiknum. Strákarnir voru staðráðnir í að sýna að karakterinn væri ekki alfarið fjarverandi hjá þeim. „Haukar eru með gott lið og seigluðu þetta í byrjun. Við vorum hálfu skrefi á eftir. Við fengum ekki markvörsluna í gang, vörn sat ekki alveg og við skutum dálítið beint af augum í sókninni. „Það létti á strákunum með fyrsta markinu og það hefði verið fínt að byrja leikinn vel og skora tvö, þrjú í byrjun og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá,“ sagði Samúel. „Þó við værum ekki að skora mikið þá voru ekki margar sóknir þar sem við erum að skjóta eins og vitleysingar eftir 10 sekúndur eins og verið hefur hjá okkur. Valur refsaði gríðarlega fyrir það og Haukar hefðu gert það líka ef við hefðum verið í sama pakka. Mér fannst við vera skynsamari í sókninni og vera að leita að góðum færum. „Fyrir vikið er auðveldara fyrir okkur komast aftur í vörnina. Við skorum meira en þeir úr hraðaupphlaupum. Næsta skref hjá okkur er að halda þessari sóknarvinnu áfram og halda hraðaupphlaupum andstæðinganna niðri,“ sagði Samúel sem veit að HK á lítinn möguleika á að halda sér uppi úr þessu. „Við getum alltaf horft á tölur og spáði í það hvað við þurfum mörg stig en við horfum fyrst og fremst á það að við erum með ungan leikmannahóp sem við viljum þróa áfram í að gera betri leikmenn. Því betri sem þeir verða því mun fleiri verða stiginn. Við ætlum ekki að stara á töfluna.“ Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Haukar unnu þægilegan sigur á HK 22-16 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. HK skoraði ekki fyrr en eftir 19 mínútna leik og var leikurinn fyrir vikið aldrei spennandi. HK kom inn í leikinn eins og lið sem hafði tapað síðasta leik með 30 marka mun, með ekkert sjálfstraust. Haukar gátu skorað að vild fyrstu mínúturnar og HK fékk eitt gott færi fyrstu tíu mínútur leiksins og það varði Einar Ólafur Vilmundarson í marki Hauka en hann varði átta fyrstu skot HK í leiknum. HK skoraði ekki fyrr en rétt tæpar 19 mínútur voru liðnar af leiknum þá höfðu Haukar skorað 9 mörk og úrslitin virtust ráðin. Það var þó ekki svo því Haukar gáfu eftir. Enginn hraði var í leik liðsins og fylltust leikmenn værukærð því auðvelt var verkefnið. Sjálfstraustið jókst hjá HK og liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk áður en Haukar juku forskotið í fimm mörk fyrir hálfleik, 12-7. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var átakanlega lélegur hjá báðum liðum. Haukar héldu HK þó í þægilegri fjarlægð og leikurinn náði aldrei að verða spennandi þó mundurinn færi aldrei í tveggja stafa tölu. Frábær byrjun Hauka gerði út um leikinn og drap um leið allt skemmtanagildi hans. Haukar landaði öruggum sigri en HK getur tekið það með sér að hafa bjargað stór tapi. Haukar hafa nú leikið tíu leiki án taps og eru í lang efsta sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni. HK er lang neðst og svo gott sem fallið. Patrekur: Það kom slaki í þetta„Ég var mjög ánægður með 5-1 vörnina hjá okkur fyrstu 15 mínúturnar. Menn voru rosalega einbeittir og vissu að leikmenn HK voru særðir eftir síðasta leik,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vinnslan var góð en þegar við vorum komnir í 9-0 kom einhver slaki sem maður vonaði að kæmi ekki. Síðustu tíu í fyrri hálfleik voru ekkert sérstakar hjá okkur. „Markvarslan var fín fyrir utan sendingarnar hjá honum fram. Einar Ólafur stóð sig vel. Svo leyfði ég mörgum að spila og það voru á tímabili þrír strákar úr öðrum flokki inn á og það er gott fyrir þá að fá að spila. Þeir mega gera mistök ef þeir eru 100% í því. Það var gott að geta notað hópinn. „Við erum í efsta sæti og þeir í neðsta sæti en samt getur allt gerst í þessu. Þeir gerðu jafntefli við FH hér á heimavelli og við vissum það alveg en ég held að byrjunin á leiknum hafi hjálpað okkur mjög mikið en með fullri virðingu fyrir HK þá horfi ég fyrst og fremst á okkur. „Sóknarleikurinn var ekki góður í dag og við komumst upp með það,“ sagði Patrekur sem vildi lítið velta góðri stöðu Hauka í töflunni fyrir sér. „Eins og ég lít á þetta þá krefst ég þess að næsta æfing sé betri og maður sé alltaf að bæta sig. Ég er líka með viljuga stráka í höndunum sem vilja alltaf bæta sig. Við erum að leggja mikið á okkur og horfum á okkur sjálfa.“ Samúel Ívar: Létti á strákunum við fyrsta markið„Síðasti leikur var skellur og það hefur bitið aðeins á en við unnum úr því eins og við gátum. Það er súrt að skora ekki fyrr en á 19. mínútu og þá er staðan orðin 9-0. Eftir það er þetta nokkuð gott hjá okkur,“ sagði Samúel Ívar Árnason þjálfari HK. „Við getum tekið ýmislegt með okkur út úr leiknum. Strákarnir voru staðráðnir í að sýna að karakterinn væri ekki alfarið fjarverandi hjá þeim. „Haukar eru með gott lið og seigluðu þetta í byrjun. Við vorum hálfu skrefi á eftir. Við fengum ekki markvörsluna í gang, vörn sat ekki alveg og við skutum dálítið beint af augum í sókninni. „Það létti á strákunum með fyrsta markinu og það hefði verið fínt að byrja leikinn vel og skora tvö, þrjú í byrjun og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá,“ sagði Samúel. „Þó við værum ekki að skora mikið þá voru ekki margar sóknir þar sem við erum að skjóta eins og vitleysingar eftir 10 sekúndur eins og verið hefur hjá okkur. Valur refsaði gríðarlega fyrir það og Haukar hefðu gert það líka ef við hefðum verið í sama pakka. Mér fannst við vera skynsamari í sókninni og vera að leita að góðum færum. „Fyrir vikið er auðveldara fyrir okkur komast aftur í vörnina. Við skorum meira en þeir úr hraðaupphlaupum. Næsta skref hjá okkur er að halda þessari sóknarvinnu áfram og halda hraðaupphlaupum andstæðinganna niðri,“ sagði Samúel sem veit að HK á lítinn möguleika á að halda sér uppi úr þessu. „Við getum alltaf horft á tölur og spáði í það hvað við þurfum mörg stig en við horfum fyrst og fremst á það að við erum með ungan leikmannahóp sem við viljum þróa áfram í að gera betri leikmenn. Því betri sem þeir verða því mun fleiri verða stiginn. Við ætlum ekki að stara á töfluna.“
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira