Yolo-stökk "iPods“ skákaði White 12. febrúar 2014 11:15 Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira
Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Sjá meira