Yolo-stökk "iPods“ skákaði White 12. febrúar 2014 11:15 Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira