Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 23:03 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló. Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44