Gull og brons til Frakka en Björndalen komst ekki á pall | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 16:02 Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Martin Fourcade en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum. Fourcade endaði í 34. sæti í eltigöngunni í Vancouver Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen rétt missti af því að verða fyrstur til að vinna þrettán verðlaun á Vetrarólympíuleikunum en hann endaði í fjórða sætinu í dag. Björndalen fær þó fleiri tækifæri til að endurskrifa Ólympíusöguna. Martin Fourcade varð fjórtán sekúndum á undan Tékkanum Ondrej Moravec og fagnaði með því að rífa af sér skíðin nánast strax eftir að hann rendi sér yfir marklínuna. Jean-Guillaume Béatrix varð síðan rétt á undan Björndalen 24,2 sekúndum á eftir landa sínum. Martin Fourcade var ekki ánægður með að enda í sjötta sæti í 10 km göngunni og svaraði því með frábærri frammistöðu í eltigöngunni. Hann byrjaði tólf sekúndum á eftir Björndalen og var næstum því farinn að fagna sigri eftir að hann nýtti öll skotin sína á síðasta skotstaðnum. Björndalen klikkaði á þremur skotum sem reyndist honum dýrkeypt. Tékkinn nýtti öll skotin sín og Frakkarnir klikkuðu aðeins á einu skoti hvor.Vísir/GettyÞeir þrír efstu í keppninni.Vísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00 Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59 Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30 Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Martin Fourcade en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum. Fourcade endaði í 34. sæti í eltigöngunni í Vancouver Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen rétt missti af því að verða fyrstur til að vinna þrettán verðlaun á Vetrarólympíuleikunum en hann endaði í fjórða sætinu í dag. Björndalen fær þó fleiri tækifæri til að endurskrifa Ólympíusöguna. Martin Fourcade varð fjórtán sekúndum á undan Tékkanum Ondrej Moravec og fagnaði með því að rífa af sér skíðin nánast strax eftir að hann rendi sér yfir marklínuna. Jean-Guillaume Béatrix varð síðan rétt á undan Björndalen 24,2 sekúndum á eftir landa sínum. Martin Fourcade var ekki ánægður með að enda í sjötta sæti í 10 km göngunni og svaraði því með frábærri frammistöðu í eltigöngunni. Hann byrjaði tólf sekúndum á eftir Björndalen og var næstum því farinn að fagna sigri eftir að hann nýtti öll skotin sína á síðasta skotstaðnum. Björndalen klikkaði á þremur skotum sem reyndist honum dýrkeypt. Tékkinn nýtti öll skotin sín og Frakkarnir klikkuðu aðeins á einu skoti hvor.Vísir/GettyÞeir þrír efstu í keppninni.Vísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00 Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59 Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30 Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00
Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59
Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30
Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15