Öqvist: Sumrin á Íslandi voru yndisleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2014 12:45 Peter Öqvist. vísir/anton „Það var alltaf vitað að ég myndi ekki þjálfa Ísland til eilífðar,“ segir Peter Öqvist í samtali við Vísi en Svíinn sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari karla í körfubolta í dag. Öqvist hefur stýrt Íslandi undanfarin tvö ár en KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem staðfest var að hann myndi hætta með liðið. Vonast var til að Svíinn yrði áfram enda árangurinn undir hans stjórn verið góður. „KKÍ vissi þegar ég tók við starfinu að ég myndi ekki þjálfa það næstu 10-15 árin,“ segir Öqvist sem þjálfar einnig Íslendingaliðið Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. Öqvist er að eignast sitt þriðja barn eftir nokkrar vikur og heldur því ekki áfram af fjölskylduástæðum, segir hann. Hann getur ómögulega komið með fjölskylduna til Íslands í sumar. Öqvist segist hafa notið þess að þjálfa íslenska landsliðið og er stoltur af verkum sínum en undir hans stjórn vann Ísland m.a. stórlið Makedóníu og Svartfjallalands á síðasta ári. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og ég hef eignast mikið af nýjum vinum. Ég hef lært mikið og á bara fallegar minningar frá mínum tíma á Íslandi. Ég er stoltur af skrefunum sem við höfum tekið sem lið og öllu í kringum sambandið. Sumrin á Íslandi hafa verið yndisleg,“ segir Peter Öqvist. Ljóst er að söknuður verður af Öqvist en Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, sagði við Vísi í síðustu viku að hann vildi ólmur halda Svíanum sem myndi gera íslenska liðið enn betra.Nánar verður rætt við Öqvist í Fréttablaðinu á morgun en talið er líklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15 Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00 Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
„Það var alltaf vitað að ég myndi ekki þjálfa Ísland til eilífðar,“ segir Peter Öqvist í samtali við Vísi en Svíinn sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari karla í körfubolta í dag. Öqvist hefur stýrt Íslandi undanfarin tvö ár en KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem staðfest var að hann myndi hætta með liðið. Vonast var til að Svíinn yrði áfram enda árangurinn undir hans stjórn verið góður. „KKÍ vissi þegar ég tók við starfinu að ég myndi ekki þjálfa það næstu 10-15 árin,“ segir Öqvist sem þjálfar einnig Íslendingaliðið Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. Öqvist er að eignast sitt þriðja barn eftir nokkrar vikur og heldur því ekki áfram af fjölskylduástæðum, segir hann. Hann getur ómögulega komið með fjölskylduna til Íslands í sumar. Öqvist segist hafa notið þess að þjálfa íslenska landsliðið og er stoltur af verkum sínum en undir hans stjórn vann Ísland m.a. stórlið Makedóníu og Svartfjallalands á síðasta ári. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og ég hef eignast mikið af nýjum vinum. Ég hef lært mikið og á bara fallegar minningar frá mínum tíma á Íslandi. Ég er stoltur af skrefunum sem við höfum tekið sem lið og öllu í kringum sambandið. Sumrin á Íslandi hafa verið yndisleg,“ segir Peter Öqvist. Ljóst er að söknuður verður af Öqvist en Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, sagði við Vísi í síðustu viku að hann vildi ólmur halda Svíanum sem myndi gera íslenska liðið enn betra.Nánar verður rætt við Öqvist í Fréttablaðinu á morgun en talið er líklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15 Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00 Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15
Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00
Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30