Julia Mancuso frá Bandaríkjunum náði bestum tíma í bruni í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í morgun og stendur því best að vígi fyrir svigið á eftir.
Mancuso fór niður brekkuna á 1:42,68 mínútum en Lara Gut frá Sviss var önnur 1:43,15 mínútum.
Heimsmeistarinn í greininni, Tina Maze frá Slóveníu, var með þriðja besta tímann en hún kláraði á 1:43,54 mínútum.
Í alpatvíkeppni er keppt í bruni og svigi og samanlagður tími telur til sigurs. Svigið hefst klukkan 10.50 og er í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mancuso leiðir alpatvíkeppnina eftir brunið | Myndband
Mest lesið






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

