Helena Gunnarsdóttir bloggar um mat á síðunni Eldhúsperlur. Hún býður upp á kjúklingarétt sem er tilvalinn fyrir helgina.
Kjúklingur með mozzarella og tómötum:
4 kjúklingabringur eða 8 úrbeinuð kjúklingalæri
1 askja kirsuberjatómatar
5 vorlaukar
2 kúlur ferskur mozzarella-ostur
1 krukka svartar ólífur
1 dl balsamedik
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Ólífuolía
Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt ef þið notið þær. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar og steikið þar til vel brúnaður og nánast eldaður í gegn. Færið kjúklinginn í eldfast mót og leggið sneið af mozzarella-osti ofan á hvert stykki. Hitið grillið í ofninum. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og saxið vorlaukinn smátt. Setjið tómatana, hvíta hlutann af vorlauknum og ólífurnar á pönnuna og steikið í stutta stund við háan hita. Hellið balsamedikinu út á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður í 1 til 2 mínútur. Hellið yfir kjúklinginn og mozzarella-ostinn. Setjið undir grillið í u.þ.b 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
Stráið restinni af vorlauknum yfir og berið fram til dæmis með hrísgrjónum eða brauði.
Einfaldur kjúklingaréttur - UPPSKRIFT
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið



Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga
Bíó og sjónvarp







Ný hugsun í heimi brúnkuvara
Lífið samstarf