Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-30 | Haukar mæta ÍR í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. febrúar 2014 15:04 Árni Steinn sækir að marki FH í kvöld. Vísir/valli Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira