Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 35-22 | ÍR hélt kjúklingaveislu Elvar Geir Magnússon skrifar 28. febrúar 2014 19:15 Vísir/Valli Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina." Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina."
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira