Innlent

Evrópa fyrir okkur öll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram kemur í bréfinu að Framsóknarflokkurinn sé eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Fram kemur í bréfinu að Framsóknarflokkurinn sé eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið. visir/stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafði aðrar skoðanir á inngöngu inn í Evrópusambandið fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum bréf sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar 2009. Í bréfinu kemur fram að það sé mat Sigmundar Davíðs að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum.

Fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 var Sigmundur Davíð kjörin formaður Framsóknarflokksins en þá hafði hann aldrei haft afskipti af stjórnmálum.

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll í vikunni.

Evrópa fyrir okkur öll

„Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu.

Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×