Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, lítur enn á sig sem löglegan leiðtoga Úkraínu. Hann hefur leitað verndar hjá rússneskum stjórnvöldum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi rússneskum fréttamiðlum í dag.
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að verða við beiðni forsetans fyrrverandi, en í morgun bárust fregnir af því að hann héldi til á heilsuhæli skammt frá Moskvu. Janúkovítsj segir enn fremur að ákvarðanir nýmyndaðrar þjóðstjórnar í Úkraínu séu ólöglegar.
Þetta er það fyrsta sem heyrist frá Janúkovítsj undanfarna fimm daga, en þingforsetinn Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við forsetaembætti Úkraínu til bráðabirgða í kjölfar þess að Janúkovítsj var sviptur völdum.
Lítur enn á sig sem leiðtoga Úkraínu
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
