Ekki rétt að Íslendingar geti fengið varanlegar undanþágur Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 23:47 Hreinlegast væri að spyrja á þessu kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áhugi væri fyrir inngöngu í Evrópusambandið að mati Ögmunds Jónassonar. Vísir/Anton Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni. ESB-málið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni.
ESB-málið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum