Ekki rétt að Íslendingar geti fengið varanlegar undanþágur Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 23:47 Hreinlegast væri að spyrja á þessu kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áhugi væri fyrir inngöngu í Evrópusambandið að mati Ögmunds Jónassonar. Vísir/Anton Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni. ESB-málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni.
ESB-málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira