Leikkonan Claire Danes, 34 ára, skokkaði meðfram Hudson ánni í New York í gær. Von er á nýrri seríu Homeland sjónvarpsþáttanna sem sýndir verða á Stöð 2. Þættirnir hlutu Golden Globe sem besti dramaþátturinn og sömuleiðis Claire fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir hafa slegið í gegn hjá áhorfendum en einmitt þess vegna var ákveðið að gera aðra þáttaröð.