Umræður standa nú yfir á Alþingi um þingsályktunartillöguGunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ítrekaði í kvöld að úrskurður sinn stæði um að þingsályktunartillagan væri þingtæk.
„Það eru engin fordæmi og ekki venja fyrir því að forsætisnefnd hafi efnisleg afskipti af greinargerð með tillögu eins og farið er fram á," sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í kvöld.
Einar úrskurðaði ályktunina þingtæka fyrr í dag.
Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt þingsályktunartillögu Gunnars Braga í kvöld og krefjast þess að hann biðji þingheim afsökunar.
