Vill ekki taka þátt í ESB leikriti Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:54 Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson. ESB-málið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ESB-málið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira