Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 10:06 Benedikt mun ekki mæta á hádegisfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ ESB-málið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“
ESB-málið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum