Grínmynd um vináttusamband Dennis Rodman og Kim Jong-un er nú í bígerð, en ferðir fyrrverandi körfuboltastjörnunnar til norður Kóreu hafa vakið gríðarlega athygli.
Diplomats heitir myndin, en framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox hyggst framleiða.
Leikstjóri myndarinnar verður Tim Story, en handritið skrifar Jonathan Abrams.
Myndin er gerð í óþökk Rodman og Kim, samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs.
Samband Dennis Rodman og Kim Jong-un gert að kvikmynd
