Freyr: Vísir að kynslóðaskiptum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2014 14:30 Freyr, til vinstri, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48