Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2014 13:04 Jón Steindór Valdimarsson. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað undir áskoranir um að ríkisstjórnin hætti við að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú VÍSIR/STEFÁN Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma. ESB-málið Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma.
ESB-málið Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira