Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 10:57 Birgir Bjarnason er formaður félags atvinnurekenda. Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi! ESB-málið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi!
ESB-málið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira