Skógar vaxa álíka vel á Íslandi og á skógarhöggssvæðum Skandinavíu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2014 12:45 „Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07