Loft var lævi blandið í morgun í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.
Aðgerðarsinnar í helstu mómælendabúðunum, the Maidan, hafa í nótt verið að manna götuvígin en engar fréttir af átökum hafa borist enn sem komið er. Landið er sagt á barmi borgarastyrjaldar og í gær bárust fréttir af því að leyniskyttur lögreglu beindu rifflum sínum að mótmælendum. Misvísandi tölur eru um mannfall. Í gær greindi Reuters-fréttastofan frá því að tölur af mannfalli séu mjög á reiki. Fréttastofa CNN hefur eftir úkraínskum fjölmiðlum að meira en hundrað manns séu látnir eftir átökin í gær. BBC sagði tölu látinna á milli 21 og 27.
Friðarsamkomulag í höfn
Uppfært 08:30
CNN greinir frá því, og hefur eftir yfirvöldum í Úkraínu, að tala látinna sé ekki eins mikil og óttast hafði verið; 77 hafi látist í átökunum og særðir séu 577, þar af eru nú 369 á sjúkrahúsi. Viðræður stóðu í alla nótt. Þeim lauk 7:20. Þá tilkynnti Viktor Janúkovítsj forseti að samkomulag hafi náðst um vopnahlé en aðkomu að þeim viðræðum áttu utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Póllands.
Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig
Jakob Bjarnar skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent

Órói mældist við Torfajökul
Innlent
