Segir utanríkisráðherra tala glannalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 12:07 Stefán segir að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu stundum einfeldningsleg. vísir/afp/stefán Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“ Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, gagnrýnir það að málefni Úkraínu séu dregin inn í umræðu um ESB-samningaviðræður á Íslandi. Stefán skrifar stuttlega um málið á Facebook en í gagnrýni sinni vísar hann meðal annars til ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Við erum að horfa upp á mjög skuggalega hluti í Úkraínu,“ segir Stefán í samtali við Vísi. „Það er raunveruleg hætta á að þetta land klofni í tvennt. Þetta er aldagömul togstreita þar sem ýmiskonar öfl eru undirliggjandi sem tengjast meðal annars tungumáli, þjóðerni og öðru slíku. Menn eru skíthræddir um að þetta geti endað með ósköpum. Við þessar aðstæður finnst manni það rosalega billegt og smekklaust að taka þetta í hálfgerðri dægurumræðu á Íslandi um einhverja skýrslu um Evrópusambandið og nota þetta til að fella einhverjar keilur þar.“ Stefán segir utanríkisráðherra tala glannalega um það að ástandið sé mögulega Evrópusambandinu að kenna. „Eins hef ég séð frá yfirlýstum stuðningsmönnum ESB þar sem menn hafa reynt að tengja þetta saman. Mér finnst það bara frekar sorglegt. Það er fínt að menn takist á um ESB hér heima en þeir eiga ekki að þvæla því saman við mögulega stórhættulegt ástand og borgarastyrjöld. Við eigum bara að lyfta pólitísku umræðunni á hærra plan.“ Þá segir Stefán að sér finnist umræðan um átökin í Úkraínu oft og tíðum einfeldningsleg og segir hann of algengt að menn grípi til tvíhyggju þegar þeir reyna að skilja átök. „Sérstaklega í þessum heimshluta. Við erum með tvær fylkingar. Lýðræðissinnana sem standa okkur nálægt í vestri og svo einræðissinna, kommúnista og slíkt, og við reynum að finna okkur fylkingu, okkar menn á staðnum.“
Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Mótmæli upp á líf og dauða Gústaf Baldvinsson var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkovitsj, forseta Úkraínu. 4. febrúar 2014 13:14
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
Köstuðu steinum í lögreglu Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá. 18. febrúar 2014 11:15