Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 11:32 Dana White, forseti UFC, og Gunnar eftir bardagann í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni. MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira
Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni.
MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10