Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 13:26 Bolli, klæddur Mjölnispeysunni sinni, ásamt Heimi Hannessyni. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn