Erlent

Liðsmenn FEMEN handteknir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Ráðist var á mótmælendur fyrir utan ráðhús Simferopol á Krímskaga í dag.



Mótmælendurnir, konur á vegum baráttusamtakana FEMEN, voru að gagnrýna framferði Rússa í Úkraínu á útifundi stuðningsmanna Rússlands þegar aðsúgur var gerður að þeim.

Tvær þeirra voru handteknar í kjölfar mótmælanna. 

Konurnar höfðu skrifað á sig slagorð á borð við „Stöðvum stríð Pútíns“ á líkama sína.

Íbúar Krímskaga munu kjósa þann 16. mars um hvort skaginn skuli ganga í ríkjasamband með Rússlandi eins og Vísir greindi frá í dag.

FEMEN eru úkraínsk feminstasamtök sem þekkt eru fyrir berbrjósta mótmæli sín en yfirlýst markmið samtakana er að berjast gegn feðraveldinu á öllum sviðum samfélagsins með sérstakri áherslu á trúarbrögð og stjórnmál.

Jafnt lögreglumenn sem óbreyttir borgarar veittust að konunum eins og sjá má á myndunum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Clinton líkir Pútín við Adolf Hitler

"Ef þetta hljómar kunnuglega þá er þetta það sem Adolf Hitler gerði á fjórða áratugnum,“ sagði Clinton á fjáröflunarsamkomu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×