Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-24 | Fjórtánda tap HK Anton Ingi Leifsson í Vodafonehöllinni skrifar 6. mars 2014 13:37 Valur lét sér nægja sjö marka sigur gegn HK, 31-24, þegar liðin mættust í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld en þegar liðin mættust á dögunum vann Valur með 30 marka mun. Gestirnir úr Kópavogi mættu vel gíraðir til leiks og var allt annað að sjá til liðsins. Liðið barðist fyrir hverjum bolta og leiddu eftir fimm mínútna leik, 4-2. Þá var ÓlafiStefánssyni, þjálfara Vals, nóg boðið og tók leikhlé. Hans menn rönkuðu aðeins við sér, en þó ekki mikið. Varnarleikur HK var virkilega öflugur og var það aðallega GuðmundurHólmar sem fann glufur á varnarleik HK. Hann skoraði fyrstu sex af níu mörkum Vals sem segir allt sem segja þarf. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir á 22. mínútu með marki frá GeirGuðmundssyni og héldu henni út hálfleikinn, en þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 14-12. Í síðari hálfleik hertu Valsmenn tökin, en gestirnir gáfust þó aldrei upp. Þeir börðust, en Hlynur Morthens varði mikilvægt víti frá Ólafi Víði í stöðunni 16-15 og eftir það misstu heimamenn aldrei tökin. Varnarleikur þeirra varð betri og betri og Geir Guðmundsson setti upp skotsýningu fyrir gesti Vodafone-hallarinnar sem voru þó ekki margir. Valur spilaði svo sterka vörn, á meðan sóknarleikur HK varð óagaðari með hverri mínútunni sem leið. HK skoraði ekki á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik og var það ekkert að hjálpa til. Lokatölur, eins og fyrr segir, 31-24. Mikil batamerki voru á liði HK frá leiknum gegn Val fyrir ekki alls löngu síðan. Mikil barátta var í liðinu og hélt Valssliðinu niðri. Vilhelm Gauti Bergsveinsson spilaði vel í vörninni og er gífurlega mikill leiðtogi og drífur aðra með sér. Í sóknarleiknum dreifðist markaskorið virkilega vel, en Ólafur Víðir Ólafsson er hrikalega flinkur handboltamaður. Hann fann félaga sína vel og sést það meðal annars á því að línumaðurinn, Tryggvi Þór Tryggvason, var markahæstur með fimm mörk. Ólafur Víðir spilaði félaga sína vel uppi, en einnig átti Leó Snær fínan leik. Í liði Vals skiptu Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson hálfleikunum sínum á milli sín. Guðmundur fór á kostum í fyrri hálfleik, en Geir tók við í þeim seinni og setti upp alvöru skotsýningu. Þeir skoruðu báðir átta mörk. Valur er í þriðja sæti með nítján stig, þremur stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. HK situr eitt á botninum með þrjú stig, níu stigum á eftir Akureyri og geta þeir mest náð tíu stigum. Því er HK komið með annan fótin niður í fyrstu deild, liðið sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum.Guðmundur Hólmar Helgason: Mjög erfið fæðing ,,Þetta var mjög erfið fæðing í dag. Við vorum á hælunum á móti mjög spræku HK-liði. Þeir eru með nýjan þjálfara og það er innspýting hjá þeim. Þeir komu til að taka tvö stig, en við vorum bara fjörtíu mínútur að kveikja á okkur. Við náum þó aðeins að rífa okkur upp þarna í lokin," sagði fyrirliðinn Guðmundur Hólmar, við Vísi. Hvað gerðist í byrjun? ,,Þetta voru kannski sem þjálfararnir óttuðust. Við vorum að reyna gíra okkur í gang og erfitt kannski, við erum ofar í tölvunni og eigum að vinna. Í ljósi kannski síðasta leik voru menn kannski eitthvað værukærir en það þýðir bara ekkert. Þeir refsuðu okkur bara." ,,Ég var ánægður með að við náðum að rífa okkur upp í síðari hálfleik. Við náðum að slíta okkur aðeins frá þeim þarna í lokin og það er smá mórall í því. Annars bara ágætis skot fyrir utan, annars var það ekki mikið meira." Guðmundur Hólmar fór á kostum í fyrri hálfleik, en vildi þó ekki gera of mikið úr sinni frammistöðu: ,,Ég var samt að gera margt ömurlegt í vörninni. Ég fór þetta bara á pirringnum í sókninni, maður var reiður að vera gera þessi mistök í vörninni. Maður reyndi að gera sitt til að halda okkur inni í þessu, en við hefðum vel getað lent undir og verið fjórum til fimm mörkum undir í hálfleik." ,,Við erum búnir að koma okkur í stöðu þótt við höfum verið misjafnir í vetur að við erum með þetta í okkar höndum fyrir síðasta kaflann. Það er mjög þétt núna, við erum búnir að æfa vel og nýttum bikarpásuna vel. Það er stutt í skítinn, ef við töpum 2-3 þá erum við dottnir úr úrslitakeppnissæti. Það má ekki gerast. Við verðum að vera grimmir og vera á tánum, voru lokaorð Guðmundar Hólmars.Ágúst Jóhannsson, þjálfari HK: Þetta voru nokkrir klukkutímar ,,Mér fannst margt mjög fínt hjá drengjunum. Góð barátta og mikil vinnusemi í hópnum, við erum með þetta í leik í 45 mínútur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn virkilega góður," sagði Ágúst við Vísi í leikslok, en þetta var hans fyrsti leikur sem þjálfari HK. ,,Við vorum ekkert að tala um þann leik. Við vorum bara að reyna vinna í okkar málum og hægt að rólega að berja sjálfstraust í strákana. Fá smá neista og það var góður barátta og vinnusemi í dag og það var flott," svaraði Ágúst aðspurður hvort eitthvað hafi verið rætt um leik Vals og HK sem fór ekki fram fyrir alls löngu. Þar tapaði HK með 30 mörkum. ,,Mér fannst við spila á köflum vel. Ungu strákarnir voru flottir og skora góð mörk. Við sköpuðum okkur oft á tíðum góð færi og sérstaklega í síðari hálfleik vorum við að láta Hlyn verja alltof mikið frá okkur. Það var þó margt til að byggja á og við einbeitum okkur bara að okkur. VIð ætlum að vinna með okkar spilamennsku." ,,Valur er með frábært lið og frábærlega mannað lið. Við erum með mjög mikið af ungum og óreyndum strákum og Valsmennirnir bara refsa. Við fáum ellefu mörk á okkur úr hröðum sóknum og það er bara dýrt á móti liði eins og Val." ,,Hann var ekki langur, þetta voru nokkrir klukkutímar," sagði Ágúst spurður út í aðdragandann að því að hann tók við HK-liðinu. Hvernig líður honum í nýja starfinu? ,,Þetta er bara fínt. Mér líst vel á þetta og þetta er mikið af ungum og efnilegum strákum. Ég er bara búinn að vera á þremur æfingum, en þeir eru duglegir að æfa og eru mjög einbeittir. Við Gústi (Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari) erum hægt og rólega að kynnast þeim og það er gaman að vinna með þeim." Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Valur lét sér nægja sjö marka sigur gegn HK, 31-24, þegar liðin mættust í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld en þegar liðin mættust á dögunum vann Valur með 30 marka mun. Gestirnir úr Kópavogi mættu vel gíraðir til leiks og var allt annað að sjá til liðsins. Liðið barðist fyrir hverjum bolta og leiddu eftir fimm mínútna leik, 4-2. Þá var ÓlafiStefánssyni, þjálfara Vals, nóg boðið og tók leikhlé. Hans menn rönkuðu aðeins við sér, en þó ekki mikið. Varnarleikur HK var virkilega öflugur og var það aðallega GuðmundurHólmar sem fann glufur á varnarleik HK. Hann skoraði fyrstu sex af níu mörkum Vals sem segir allt sem segja þarf. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir á 22. mínútu með marki frá GeirGuðmundssyni og héldu henni út hálfleikinn, en þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 14-12. Í síðari hálfleik hertu Valsmenn tökin, en gestirnir gáfust þó aldrei upp. Þeir börðust, en Hlynur Morthens varði mikilvægt víti frá Ólafi Víði í stöðunni 16-15 og eftir það misstu heimamenn aldrei tökin. Varnarleikur þeirra varð betri og betri og Geir Guðmundsson setti upp skotsýningu fyrir gesti Vodafone-hallarinnar sem voru þó ekki margir. Valur spilaði svo sterka vörn, á meðan sóknarleikur HK varð óagaðari með hverri mínútunni sem leið. HK skoraði ekki á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik og var það ekkert að hjálpa til. Lokatölur, eins og fyrr segir, 31-24. Mikil batamerki voru á liði HK frá leiknum gegn Val fyrir ekki alls löngu síðan. Mikil barátta var í liðinu og hélt Valssliðinu niðri. Vilhelm Gauti Bergsveinsson spilaði vel í vörninni og er gífurlega mikill leiðtogi og drífur aðra með sér. Í sóknarleiknum dreifðist markaskorið virkilega vel, en Ólafur Víðir Ólafsson er hrikalega flinkur handboltamaður. Hann fann félaga sína vel og sést það meðal annars á því að línumaðurinn, Tryggvi Þór Tryggvason, var markahæstur með fimm mörk. Ólafur Víðir spilaði félaga sína vel uppi, en einnig átti Leó Snær fínan leik. Í liði Vals skiptu Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson hálfleikunum sínum á milli sín. Guðmundur fór á kostum í fyrri hálfleik, en Geir tók við í þeim seinni og setti upp alvöru skotsýningu. Þeir skoruðu báðir átta mörk. Valur er í þriðja sæti með nítján stig, þremur stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. HK situr eitt á botninum með þrjú stig, níu stigum á eftir Akureyri og geta þeir mest náð tíu stigum. Því er HK komið með annan fótin niður í fyrstu deild, liðið sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum.Guðmundur Hólmar Helgason: Mjög erfið fæðing ,,Þetta var mjög erfið fæðing í dag. Við vorum á hælunum á móti mjög spræku HK-liði. Þeir eru með nýjan þjálfara og það er innspýting hjá þeim. Þeir komu til að taka tvö stig, en við vorum bara fjörtíu mínútur að kveikja á okkur. Við náum þó aðeins að rífa okkur upp þarna í lokin," sagði fyrirliðinn Guðmundur Hólmar, við Vísi. Hvað gerðist í byrjun? ,,Þetta voru kannski sem þjálfararnir óttuðust. Við vorum að reyna gíra okkur í gang og erfitt kannski, við erum ofar í tölvunni og eigum að vinna. Í ljósi kannski síðasta leik voru menn kannski eitthvað værukærir en það þýðir bara ekkert. Þeir refsuðu okkur bara." ,,Ég var ánægður með að við náðum að rífa okkur upp í síðari hálfleik. Við náðum að slíta okkur aðeins frá þeim þarna í lokin og það er smá mórall í því. Annars bara ágætis skot fyrir utan, annars var það ekki mikið meira." Guðmundur Hólmar fór á kostum í fyrri hálfleik, en vildi þó ekki gera of mikið úr sinni frammistöðu: ,,Ég var samt að gera margt ömurlegt í vörninni. Ég fór þetta bara á pirringnum í sókninni, maður var reiður að vera gera þessi mistök í vörninni. Maður reyndi að gera sitt til að halda okkur inni í þessu, en við hefðum vel getað lent undir og verið fjórum til fimm mörkum undir í hálfleik." ,,Við erum búnir að koma okkur í stöðu þótt við höfum verið misjafnir í vetur að við erum með þetta í okkar höndum fyrir síðasta kaflann. Það er mjög þétt núna, við erum búnir að æfa vel og nýttum bikarpásuna vel. Það er stutt í skítinn, ef við töpum 2-3 þá erum við dottnir úr úrslitakeppnissæti. Það má ekki gerast. Við verðum að vera grimmir og vera á tánum, voru lokaorð Guðmundar Hólmars.Ágúst Jóhannsson, þjálfari HK: Þetta voru nokkrir klukkutímar ,,Mér fannst margt mjög fínt hjá drengjunum. Góð barátta og mikil vinnusemi í hópnum, við erum með þetta í leik í 45 mínútur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn virkilega góður," sagði Ágúst við Vísi í leikslok, en þetta var hans fyrsti leikur sem þjálfari HK. ,,Við vorum ekkert að tala um þann leik. Við vorum bara að reyna vinna í okkar málum og hægt að rólega að berja sjálfstraust í strákana. Fá smá neista og það var góður barátta og vinnusemi í dag og það var flott," svaraði Ágúst aðspurður hvort eitthvað hafi verið rætt um leik Vals og HK sem fór ekki fram fyrir alls löngu. Þar tapaði HK með 30 mörkum. ,,Mér fannst við spila á köflum vel. Ungu strákarnir voru flottir og skora góð mörk. Við sköpuðum okkur oft á tíðum góð færi og sérstaklega í síðari hálfleik vorum við að láta Hlyn verja alltof mikið frá okkur. Það var þó margt til að byggja á og við einbeitum okkur bara að okkur. VIð ætlum að vinna með okkar spilamennsku." ,,Valur er með frábært lið og frábærlega mannað lið. Við erum með mjög mikið af ungum og óreyndum strákum og Valsmennirnir bara refsa. Við fáum ellefu mörk á okkur úr hröðum sóknum og það er bara dýrt á móti liði eins og Val." ,,Hann var ekki langur, þetta voru nokkrir klukkutímar," sagði Ágúst spurður út í aðdragandann að því að hann tók við HK-liðinu. Hvernig líður honum í nýja starfinu? ,,Þetta er bara fínt. Mér líst vel á þetta og þetta er mikið af ungum og efnilegum strákum. Ég er bara búinn að vera á þremur æfingum, en þeir eru duglegir að æfa og eru mjög einbeittir. Við Gústi (Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari) erum hægt og rólega að kynnast þeim og það er gaman að vinna með þeim."
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira