Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 29-24 | Eyjamenn stungu af í seinni Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2014 13:28 Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira