Miði.is hrundi vegna álags Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. mars 2014 10:00 Ætli Justin sé hissa á vinsældum sínum á Íslandi? Vísir/Getty Álagið á miðasölukerfi Miða.is var svo mikið að það hrundi skömmu eftir að miðasala á tónleika Justins Timberlake fór í gang í morgun. Æstir aðdáendur Justins Timberlake reyna nú eftir fremsta megni að ná sér í miða á tónleika en miðasala liggur niðri sem stendur. Talið er að um 59.000 tengingar hafi verið á síðunni á sömu sekúndunni, sem þýðir á góðri íslensku, að 59.000 manns voru að reyna ná sér í miða á sömu sekúndunni. Miði.is reynir nú eftir fremsta megni að koma kerfinu í gang aftur, svo miðasala geti haldið áfram. Því er ekki orðið uppselt á tónleikana en talið er að álagið hafi verið talsvert meira á Miði.is í morgun heldur en í gær og fyrradag, þegar að forsölurnar fóru í gang. Almenn miðasala á tónleika Justins Timberlake hófst í morgun klukkan 10.00. Sökum mikillar eftirspurnar í forsölum sem fram fóru í gær og fyrradag eru einungis 8.000 miðar í boði í dag. Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Álagið á miðasölukerfi Miða.is var svo mikið að það hrundi skömmu eftir að miðasala á tónleika Justins Timberlake fór í gang í morgun. Æstir aðdáendur Justins Timberlake reyna nú eftir fremsta megni að ná sér í miða á tónleika en miðasala liggur niðri sem stendur. Talið er að um 59.000 tengingar hafi verið á síðunni á sömu sekúndunni, sem þýðir á góðri íslensku, að 59.000 manns voru að reyna ná sér í miða á sömu sekúndunni. Miði.is reynir nú eftir fremsta megni að koma kerfinu í gang aftur, svo miðasala geti haldið áfram. Því er ekki orðið uppselt á tónleikana en talið er að álagið hafi verið talsvert meira á Miði.is í morgun heldur en í gær og fyrradag, þegar að forsölurnar fóru í gang. Almenn miðasala á tónleika Justins Timberlake hófst í morgun klukkan 10.00. Sökum mikillar eftirspurnar í forsölum sem fram fóru í gær og fyrradag eru einungis 8.000 miðar í boði í dag.
Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira