Erlent

Clinton líkir Pútín við Adolf Hitler

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Clinton vandar Pútín ekki kveðjurnar.
Clinton vandar Pútín ekki kveðjurnar. vísir/getty/afp
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, líkir Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Adolf Hitler.

Þetta kom fram á fjáröflunarsamkomu í Kaliforníu í dag og sagði Clinton það vera markmið Pútíns að endurheimta mikilfengleika Rússlands.

„Ef þetta hljómar kunnuglega þá er þetta það sem Adolf Hitler gerði á fjórða áratugnum,“ hefur Telegraph eftir Clinton.

„Hitler taldi Þjóðverja í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og á fleiri stöðum vera beitta misrétti og því fannst honum hann verða að vernda sitt fólk.“

Bandaríkjamenn hafa sakað Pútín um að leita að átyllu til þess að ráðast inn í Úkraínu en Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, flúði til Rússlands fyrir tæpum tveimur vikum og leitaði á náðir Pútíns.

Pútín sagði á blaðamannafundi í gær að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna á Krímskaga yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þá sagði hann að uppreisnin í Úkraínu væri brot á stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns.

Adolf Hitler var kanslari Þýskalands á árunum 1933 til 1945 og foringiþýska nasistaflokksins. Talið er að minnst 5,5 milljónir gyðinga hafi látið lífið í þjóðernishreinsunum nasista.


Tengdar fréttir

Harðorður í garð Rússa

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi

"Ég óttast um líf foreldra minna og vina"

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði í dag í París með leiðtogum Bandaríkjanna og lykilríkja Evrópusambandsins í von um lausn á deilunni í Úkraínu. Kona frá Krímskaga sem búsett er hér á landi óttast um afdrif sinna nánustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×