Rússneska skíðasambandið gaf það út í dag að læknar hefði staðfest það að Komissarova væri lömuð frá mitti og myndi ekki fá mátt aftur í fæturna en hún er á sjúkrahúsi í Þýskalandi.
Komissarova er 23 ára gömul og var nýkomin til baka eftir að hafa meiðst illa á fæti árið 2013 sem hélt henni frá keppni í sex mánuði. Hún hafði árið áður orðið fyrsta rússneska skíðafimikona til að vinna verðlaun á heimsmeistaramóti.
Óhappið í Sotsjí varð á æfingu 15. febrúar, sex dögum áður en hún átti að keppa á leikunum. Hún fór strax á sjúkrahús en tveimur dögum síðar var flogið með hana í aðgerð í München í Þýskalandi.
Maria Komissarova þarf að eyða tíu vikum til viðbótar á sjúkrahúsinu í Þýskalandi en síðan tekur við löng endurhæfing.