Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. mars 2014 16:21 Gunnar Einarsson er í efsta sæti listans. Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira