Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. mars 2014 16:21 Gunnar Einarsson er í efsta sæti listans. Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira