Algjört óvissuástand á Krímskaga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. mars 2014 19:29 Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja. Úkraína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja.
Úkraína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira