Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. mars 2014 12:59 Vísir/AFP Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráðherra Krímshéraðs Í Úkraínu, hefur óskað eftir aðstoð frá Vladimír Pútín rússlandsforseta í deilum við ný stjórnvöld í Kænugarði. Óttast er að Úkraínumenn séu að missa völdin á Krímskaganum. Bandarísk stjórnvöld hafa staðfest að þrettán rússneskar flutningavélar hafi lent á herflugvelli í grennd við borgina borgina Simferopol í gærkvöld en um borð eiga að hafa verið um tvö þúsund rússneskir hermenn. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund um málið í dag. Olexander Túrtsjínov, starfandi forseti Úkraínu, sakar rússa um að senda hermenn á Krímskaga til þess að ögra úkraínumönnum og hvetja til óeirða. Hann hefur skorað á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að kalla allt herlið sitt frá landinu. Aksyonov var gerður forsætisráðherra af héraðsþingi Krímhéraðs í óþökk stjórnvalda í Kænugarði. Hætta er talin á blóðugum átökum milli stuðningsmanna nýju valdhafanna í Kænugarði og aðskilnaðarsinna sem vilja að Krímskagi verði aftur hluti af Rússlandi. Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. Obama sagði Bandaríkin og alþjóðasamfélagið standa þétt saman gegn hernaði í landinu. Þá hafa Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Breta, reynt að ná tali af Pútín símleiðis til að koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Úkraína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráðherra Krímshéraðs Í Úkraínu, hefur óskað eftir aðstoð frá Vladimír Pútín rússlandsforseta í deilum við ný stjórnvöld í Kænugarði. Óttast er að Úkraínumenn séu að missa völdin á Krímskaganum. Bandarísk stjórnvöld hafa staðfest að þrettán rússneskar flutningavélar hafi lent á herflugvelli í grennd við borgina borgina Simferopol í gærkvöld en um borð eiga að hafa verið um tvö þúsund rússneskir hermenn. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund um málið í dag. Olexander Túrtsjínov, starfandi forseti Úkraínu, sakar rússa um að senda hermenn á Krímskaga til þess að ögra úkraínumönnum og hvetja til óeirða. Hann hefur skorað á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að kalla allt herlið sitt frá landinu. Aksyonov var gerður forsætisráðherra af héraðsþingi Krímhéraðs í óþökk stjórnvalda í Kænugarði. Hætta er talin á blóðugum átökum milli stuðningsmanna nýju valdhafanna í Kænugarði og aðskilnaðarsinna sem vilja að Krímskagi verði aftur hluti af Rússlandi. Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu. Obama sagði Bandaríkin og alþjóðasamfélagið standa þétt saman gegn hernaði í landinu. Þá hafa Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Breta, reynt að ná tali af Pútín símleiðis til að koma í veg fyrir frekari aðgerðir.
Úkraína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira