Sala bíla í Evrópu jókst um 8% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 12:45 Peugeot 308, bíll ársins, átti stærstan þátt í söluaukningu Peugeot. Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent