Hver er nýi veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2014 23:45 Vísir/Getty Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira
Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30