Rolling Stones fresta sjö tónleikum 18. mars 2014 22:30 Mick Jagger og félagar hans í Rolling Stones koma ekki fram á tónleikum strax Vísir/Getty Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira