Krabbameinssjúklingar fá „leiðsögumenn" í gegnum heilbrigðiskerfið Hrund Þórsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir marga eiga í erfiðleikum með að rata í gegnum frumskóg heilbrigðiskerfisins. Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum. Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum.
Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira