Fingraför upphafs alheimsins fundin Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2014 18:33 Uppgötvunin staðfestir margt sem við þóttumst vita um heiminn okkar. Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent