Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 19:30 Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira