Kom úkraínsk til Íslands en gæti farið heim rússnesk Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2014 13:19 Vísir/AFP/Aðsend Usniie Ganiieva kom til Íslands frá heimaslóðum sínum í bænum Feodosiya á Krímskaga fyrir tveimur og hálfu ári og stundar nám hér á landi. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi, og hún reynir að tala við þau á hverjum degi. „Fyrst þegar rússneski herinn kom talaði ég við þau oft á dag. Þau gátu ekki ímyndað sér að á 21. öldinni væru skriðdrekar, herbílar og vopnaðir menn á götum bæjarins. Fólk er mjög vonsvikið og á erfitt með að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólk er nú þegar uppgefið og sér ekki fyrir endann á ástandinu.“ „Fjölskylda mín vill ekki að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Alla mína ævi hef ég verið hluti af Úkraínu og það væri undarlegt að verða allt í einu rússnesk. Að koma til Íslands úkraínsk og koma til baka rússnesk.“ Á sunnudaginn verður atkvæðagreiðsla á Krímskaga um hvort svæðið gangi inn í Rússland eða ekki. Usniie telur að flestir íbúar svæðisins muni taka þátt í kosningunum. „Ég hugsa þó að þetta sé ólögleg kosning. Það er skrítið að halda kosningar á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu og svo margir eru vopnaðir á götum úti. Íbúar Krímskaga eru mjög vonsviknir vegna þessa.“Mikill fjöldi íbúa hliðhollur Rússlandi Varðandi mögulega niðurstöðu kosninganna segir Usniie: „Í síðustu viku hélt ég að flestir myndu kjósa Úkraínu, en núna, eftir að hafa skoðað spjallþræði stuðningsmanna Rússlands, er ég hissa á hve margir vilji að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað slíkt,“ segir Usniie. „Sumir eru mjög ánægðir með veru hermannanna á Krímskaga.“Til átaka kom á milli mótmælendahópa í Dónetsk í austurhluta Úkraínu í gær og létust þrír mótmælendur.Vísir/AFPÍ gærkvöldi létust mótmælendur í átökum á milli stuðningsmanna Rússlands og stuðningsmanna Úkraínu. „Ég gat ekki ímyndað mér að það sem gerðist í gærkvöldi gæti gerst. Í borginni Dónetsk í austur Úkraínu, héldu stuðningsmenn Úkraínu annars vegar og Rússlands hins vegar mótmælafundi. Stuðningsmenn Rússlands réðust á stuðningsmenn Úkraínu og þrír létust og tíu manns fóru á spítala.“ „Þetta áttu að vera friðsamleg mótmæli, en fólk er svo reitt og ég skil ekki af hverju,“ segir Usniie.Sjónvarpsstöðvum lokað Usniie segir ennfremur að fjölmiðlar á svæðinu gefi mjög misvísandi myndir af ástandinu á Krímskaga. „Þetta er eins og leikur. Ef þú horfir á fréttir frá Rússlandi, hugsar þú að þar sé allt í sóma og Pútín sé svo góður forseti að við verðum að vera hluti af Rússlandi. Ef þú horfir á úkraínskar fréttir færðu líklega rétta mynd af ástandinu.“ „Rússneskir hermenn lokuðu flestum sjónvarpsstöðvunum á Krímskaga. Fólk fær næstum engar hefðbundnar fréttir. Tvær sjónvarpsstöðvar virka og internetið, en lokað var fyrir aðgang að því í hlutum Krímskaga í þrjá daga. Í bæ foreldra minna er útgöngubann og enginn má vera á götum úti eftir klukkan níu á kvöldin.“ Usniie telur að Rússar muni ekki láta staðar numið við Krímskaga og muni einnig reyna að innlima austuhluta Úkraínu. „Mér finnst ekki rétt af Pútín að ráðast svona á okkur þegar Úkraína er svo veikburða eftir átök síðustu mánaða. Ef hann hefði bara spurt, eru sumir sem vilja að Krímskagi gangi inn í Rússland. Ekki núna, þó þegar svo mikil vandamál eru í landinu. Ég held einnig að hann vilji ekki bara taka Krímskaga heldur einnig austurhluta Úkraínu.“ Í austurhluta Úkraínu er stór hluti íbúa hlihollur Rússlandi. Usniie segir þó gífurlegan mun vera á milli íbúa austurhluta landsins og vesturhlutans. „Vonandi leysist úr þessu fljótlega,“ segir Usniie að lokum. Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00 Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00 Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00 Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36 Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Usniie Ganiieva kom til Íslands frá heimaslóðum sínum í bænum Feodosiya á Krímskaga fyrir tveimur og hálfu ári og stundar nám hér á landi. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi, og hún reynir að tala við þau á hverjum degi. „Fyrst þegar rússneski herinn kom talaði ég við þau oft á dag. Þau gátu ekki ímyndað sér að á 21. öldinni væru skriðdrekar, herbílar og vopnaðir menn á götum bæjarins. Fólk er mjög vonsvikið og á erfitt með að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólk er nú þegar uppgefið og sér ekki fyrir endann á ástandinu.“ „Fjölskylda mín vill ekki að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Alla mína ævi hef ég verið hluti af Úkraínu og það væri undarlegt að verða allt í einu rússnesk. Að koma til Íslands úkraínsk og koma til baka rússnesk.“ Á sunnudaginn verður atkvæðagreiðsla á Krímskaga um hvort svæðið gangi inn í Rússland eða ekki. Usniie telur að flestir íbúar svæðisins muni taka þátt í kosningunum. „Ég hugsa þó að þetta sé ólögleg kosning. Það er skrítið að halda kosningar á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu og svo margir eru vopnaðir á götum úti. Íbúar Krímskaga eru mjög vonsviknir vegna þessa.“Mikill fjöldi íbúa hliðhollur Rússlandi Varðandi mögulega niðurstöðu kosninganna segir Usniie: „Í síðustu viku hélt ég að flestir myndu kjósa Úkraínu, en núna, eftir að hafa skoðað spjallþræði stuðningsmanna Rússlands, er ég hissa á hve margir vilji að Krímskagi verði hluti af Rússlandi. Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað slíkt,“ segir Usniie. „Sumir eru mjög ánægðir með veru hermannanna á Krímskaga.“Til átaka kom á milli mótmælendahópa í Dónetsk í austurhluta Úkraínu í gær og létust þrír mótmælendur.Vísir/AFPÍ gærkvöldi létust mótmælendur í átökum á milli stuðningsmanna Rússlands og stuðningsmanna Úkraínu. „Ég gat ekki ímyndað mér að það sem gerðist í gærkvöldi gæti gerst. Í borginni Dónetsk í austur Úkraínu, héldu stuðningsmenn Úkraínu annars vegar og Rússlands hins vegar mótmælafundi. Stuðningsmenn Rússlands réðust á stuðningsmenn Úkraínu og þrír létust og tíu manns fóru á spítala.“ „Þetta áttu að vera friðsamleg mótmæli, en fólk er svo reitt og ég skil ekki af hverju,“ segir Usniie.Sjónvarpsstöðvum lokað Usniie segir ennfremur að fjölmiðlar á svæðinu gefi mjög misvísandi myndir af ástandinu á Krímskaga. „Þetta er eins og leikur. Ef þú horfir á fréttir frá Rússlandi, hugsar þú að þar sé allt í sóma og Pútín sé svo góður forseti að við verðum að vera hluti af Rússlandi. Ef þú horfir á úkraínskar fréttir færðu líklega rétta mynd af ástandinu.“ „Rússneskir hermenn lokuðu flestum sjónvarpsstöðvunum á Krímskaga. Fólk fær næstum engar hefðbundnar fréttir. Tvær sjónvarpsstöðvar virka og internetið, en lokað var fyrir aðgang að því í hlutum Krímskaga í þrjá daga. Í bæ foreldra minna er útgöngubann og enginn má vera á götum úti eftir klukkan níu á kvöldin.“ Usniie telur að Rússar muni ekki láta staðar numið við Krímskaga og muni einnig reyna að innlima austuhluta Úkraínu. „Mér finnst ekki rétt af Pútín að ráðast svona á okkur þegar Úkraína er svo veikburða eftir átök síðustu mánaða. Ef hann hefði bara spurt, eru sumir sem vilja að Krímskagi gangi inn í Rússland. Ekki núna, þó þegar svo mikil vandamál eru í landinu. Ég held einnig að hann vilji ekki bara taka Krímskaga heldur einnig austurhluta Úkraínu.“ Í austurhluta Úkraínu er stór hluti íbúa hlihollur Rússlandi. Usniie segir þó gífurlegan mun vera á milli íbúa austurhluta landsins og vesturhlutans. „Vonandi leysist úr þessu fljótlega,“ segir Usniie að lokum.
Úkraína Tengdar fréttir Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27 Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14 Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00 Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00 Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00 Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36 Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa. 13. mars 2014 08:27
Kerry og Lavrov funda vegna Úkraínu Að minnsta kosti tíu þúsund rússneskir hermenn taka nú þátt í heræfingum skammt frá landamærum Úkraínu. 14. mars 2014 11:14
Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. 7. mars 2014 07:00
Lögleysa hjá öfgahópum Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu. 11. mars 2014 07:00
Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu. 14. mars 2014 07:00
Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. 13. mars 2014 16:36
Bandaríkjamenn varaðir við að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum Sergei Lavrov fullyrðir að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi muni koma niður á Bandaríkjunum. 8. mars 2014 10:16