Erlent

Þöggun í Rússlandi

Karl Ólafur skrifar
Pútín lætur loka á gagnrýnar vefsíður
Pútín lætur loka á gagnrýnar vefsíður Vísir/EPA
Yfirvöld í Rússlandi hafa skipað fjarskiptafyrirtækjum að loka fyrir aðgang að vefsíðum Alexei Navalny og skáksnillingsins Garry Kasparov, en þeir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Vladimir Pútín harðlega undanfarið. Reuters segir frá.

Skrifstofa ríkissaksóknara Rússlands fyrirskipaði að síðum Navalny og Kasparov auk tveggja annarra síðna, grani.ru og ej.ru skyldi einfaldlega lokað.

Ráðstöfun þessi ber vitni um afturhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að þagga niður í sjálfstæðum fréttamiðlum, segja andstæðingar stjórnar Pútíns.

Ritstjóri ej.ru, Alexander Ryklin, kallaði aðgerðirnar „óheyrilegar" og „afdráttarlausa vanhelgun á öllum gildum tjáningarfrelsisins."

Þöggunin ýtir undir áhyggjur þess efnis að Pútín ætli sér algera yfirstjórn rússnesks samfélags meðan hann glímir við Bandaríkin og Evrópusambandið um framtíð Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×